Almennir notkunarskilmálar
Eftirfarandi skilmálar eiga við um aðgang að vefsíðum þessum og notkun þeirra. Þú skalt ekki nota vefsíðurnar ef þú getur ekki fallist á notkunarskilmálana. Vefsíðurnar eru settar upp og reknar af Bayer plc (hér eftir nefnt BAYER). Fyrirtækið áskilur sér rétt til að loka vefsíðunum hvenær sem er eða breyta þeim eða gerar aðrar viðeigandi breytingar á notkunarskilmálum, upplýsingum um persónuvernd að hluta eða í heild eða skilmálum um sölu og dreifingu. Vinsamlega athugið að fyrirtækið getur framkvæmtslíkar aðgerðir og/eða breytingar ef það telur tilefni til ogán þess að tilkynna um slíkt fyrirfram. Af þeirri ástæðu eru notendur hvattir til að lesa þessa notkunarskilmála í hvert skipti sem vefsíðurnar eru heimsóttar og skoðaðar og veita hugsanlegum breytingum og viðbótum sérstaka athygli.
Skilmálar fyrir notkun vefsíðnanna og innihalds þeirra
Allar upplýsingar, gögn og myndir sem birtast á þessum vefsíðum eru í eign eða undir yfirráðum BAYER. Notkun efnisins er háð því að höfundarréttar sé getið á viðeigandi hátt á öllum skjölum, að upplýsingarnar séu eingöngu nýttar til einkanota, þ.e. ekki í viðskiptalegum tilgangi, að upplýsingunum sé ekki breytt og að myndir af vefsíðunum séu eingöngu notaðar ásamt þeim texta sem fylgir þeim.
Vörumerki og höfundarréttur
Öll vörumerki á vefsíðunum eru eign BAYER nema annað sé tekið fram eða augljóst sé að þau séu eign annarra. Óviðkomandi notkun þessara vörumerkja eða annars efnis er stranglega bönnuð og getur falið í sér brot á höfundarrétti, vörumerkjarétti eða öðrum óefnislegum réttindum.
Takmörkun ábyrgðar
BAYER hefur af kostgæfni dregið saman upplýsingarnar á vefsíðunum úr heimildum innan og utan fyrirtækisins, í samræmi við gildandi reglur. Fyrirtækið leitast ávallt við að bæta við upplýsingarnar og uppfæra þær. Tilgangurinn með upplýsingunum á vefsíðunum er eingöngu að kynna BAYER ásamt vörum og þjónustu fyrirtækisins. Ekki er tekin ábyrgð á því að upplýsingarnar séu réttar. Einkum er vakin athygli á því að mismunandi getur verið hve vel upplýsingarnar eiga við í hverju tilviki. Því er ráðlagt að notendur sannreyni upplýsingarnar á vefsíðunum áður en þeir nýta sér þær. Þó ráðleggingar séu veittar á vefsíðunum felur það ekki í sér að notendur þurfi ekki að sannreyna upplýsingarnar frekar, einkum upplýsingar um öryggi og tæknilegar lýsingar, auk þess hve vel þetta á við fyrirhugaða notkun og tilgang hennar. Vinsamlega hafið samband við fyrirtækið ef frekari ráðlegginga eða upplýsinga er óskað um vörur þess eða þjónustu.
Notendur vefsíðnanna eru hér með upplýstir um að þeir nota þær og innihald þeirra á eigin ábyrgð. Hvorki BAYER né aðrir aðilar sem koma að samningu eða framleiðslu innihalds vefsíðnanna eða aðlögunar þess að notkun á vefsíðum eru ábyrg fyrir skaða sem getur hlotist af aðgangi eða skorti á aðgangi að vefsíðunum, notkun eða rangri notkun vefsíðnanna eða af því að treysta upplýsingunum á vefsíðunum.
Tölvuveirur, innbrot í tölvukerfi og önnur tölvubrot
Þér er óheimilt að misnota þessa vefsíðu með því að koma vísvitandi fyrir og í slæmum tilgangi tölvuvírusum, spilliforritum (trojans), tölvuormum (worms), tímasprengjum (logic bombs) eða viðhafa önnur netskemmdarverk sem teljast tæknilega skaðlegt. Þér er með öllu óheimilt að gera tilraunir til að fá óheimilan aðgang að þessari vefsíðu, netþjóninum sem hýsir þessa vefsíðu eða öðrum netþjóni, sem og tölvu eða gagnagrunni sem tengist þessari vefsíðu. Þér er með öllu óheimilt að ráðast á þessa vefsíðu og framkvæma gagnarán, þ.e. ráðast inn á vefsíðuna, dulkóða gögn og krefjast lausnargjalds til að aflétta kóðuninni, eða taka á einhvern hátt þátt í slíku gagnaráni.
Gerist þú sekur um þessa háttsemi telst slíkt brot á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 sem varðað getur fangelsisrefsingu. Hvers kyns brot af þessu tagi eru tilkynnt til viðeigandi löggæsluyfirvalda og unnið með þeim að því að upplýsa um meintan geranda. Ef um slíkt brot er að ræða, mun réttur þinn til að nota þessa vefsíðu umsvifalaust falla niður.
Við berum ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af þátttöku í gagnaráni, tölvuveirum eða öðrum netskemmdarverkum eða tæknilega skaðlegu efni sem gæti sýkt tölvubúnað þinn, tölvuforrit, gögn eða annað eigið efni vegna notkunar þinnar á þessari vefsíðu eða niðurhals á efni sem þar er að finna, eða á vefsíðu sem tengd er við það.
Aðrar vefsíður/tenglar
Þessar vefsíður geta innihaldið tengla/tilvísanir í vefsíður annarra fyrirtækja eða stofnana. BAYER hefur ekki samþykkt innihald þeirra vefsíðna og getur ekki haft áhrif á það. BAYER tekur heldur hvorki ábyrgð á aðgengi að þessum vefsíðum eða innihaldi þeirra, né skaða sem hlotist getur af notkun á innihaldi þeirra, hvert sem form þess kann að vera. Tenglar á vefsíður annarra eru til þægindaauka fyrir notendur þessara vefsíðna. Notendur nota aðrar vefsíður á eigin ábyrgð. Val á tenglum takmarkar ekki á nokkurn hátt aðgengi notenda að þeim síðum sem tenglarnir vísa á.
Veittar upplýsingar
Notendur vefsíðnanna taka fulla ábyrgð á þeim upplýsingum sem þeir veita BAYER og að veiting upplýsinganna feli ekki í sér brot á réttindum þriðja aðila. Að því tilskildu að upplýsingarnar séu ekki persónugreinanlegar gefa notendur hér með BAYER leyfi til að geyma slíkar upplýsingar og nýta þær til vinnslu tölfræðiupplýsinga eða í öðrum tilteknum viðskiptalegum tilgangi. Einkum hefur BAYER leyfi til að nýta upplýsingarnar til að koma á framfæri hugmyndum, uppfinningum, teikningum, tæknilegum atriðum og sérfræðiþjónustu, óháð markmiði, t.d. til þróunar, framleiðslu og/eða markaðssetningar vöru eða þjónustu, og til að miðla slíkum upplýsingum og gera þær aðgengilegar fyrir þriðja aðila, án takmarkana.
Notendur í öðrum löndum
Vefsíðurnar eru reknar og uppfærðar af Bayer. Þær eru eingöngu ætlaðar til notkunar á Íslandi. BAYER tekur enga ábyrgð á að upplýsingarnar á þessum vefsíðum henti til notkunar í öðrum löndum eða að vörur eða þjónusta séu aðgengilegar í sömu útgáfu eða stærð eða með sömu skilmálum um allan heim. Notendur utan Íslands sem fara á þessar vefsíður og hlaða niður innihaldi þeirra þurfa að vera meðvitaðir um að það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að athæfi þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur þar sem þeir eru staddir. Vörur sem nefndar eru á vefsíðunum gætu verið tiltækar í mismunandi pakkningum, mismunandi pakkningastærðum, með mismunandi áletrunum eða mismunandi merkingum, eftir löndum.
Sala á Bayer vörum
Vörur okkar eru seldar í samræmi við núverandi útgáfu af our General Condition of Sale and Delivery
Framsýnis yfirlýsing
Þessi heimasíða gæti innihaldið framsýnar yfirlýsingar byggðar á núverandi forsendum og spám gerðum af stjórn Bayer. Ýmsar þekktar og óþekktar áhættur, óvissa og aðrir þættir geta haft í för með sér efnislegan mun á milli raunverulegra framtíðarniðurstöðu, fjárhagslegrar stöðu, þróunar og frammistöðu fyrirtækisins og þeirra áætlana sem gefnar eru hér/settar eru fram hér. Þessir þættir taka mið af því sem fram kemur í opinberum skýrslum Bayer og nálgast má á heimasíðu Bayer, http://www.bayer.com/. Fyrirtækið ber enga ábyrgð á að uppfæra þessar framsýnis yfirlýsingar eða aðlaga þær að framtíðar atburðum og þróun.